Eftir Halldór Laxness Halldórsson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur, byggt á skáldsögu Halldórs Laxness.
Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember 2019.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
Skáldsaga Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Atómstöðin var afar umdeild þegar hún kom út árið 1948, enda fjallaði hún um mikið hitamál í íslensku samfélagi, herstöðvarmálið, sem snerist um „sölu landsins" eða „þátttöku þjóðarinnar í vestrænu varnarsamstarfi", eftir því hvar fólk skipaði sér í fylkingar. Verkið er þó ekki síður ástarsaga Uglu, bóndadóttur að norðan sem kemur til Reykjavíkur til að læra á orgel, og Búa Árlands, þingmanns og heildsala.
Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor.
Halldór Laxness Halldórsson semur nýtt leikverk, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, þar sem þau nálgast skáldsögu Halldórs Laxness á ferskan og óvæntan hátt. Brugðið er nýju ljósi á umrót eftirstríðsáranna þar sem þjóð í litlu landi, mitt á milli Washington og Moskvu, stóð frammi fyrir stórum spurningum um framtíð sína. Í brennidepli í verkinu eru þjóðernisvitund og sjálfsmynd, tengsl litlu eyþjóðarinnar við umheiminn og hin eilífu átök auðstéttar og alþýðu.
—
Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Björn Thors, Birgitta Birgisdóttir, Arngrímur Ernst Backman, Snæfríður Ingvarsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Hallgrímur Ólafsson, Oddur Júlíusson, Snorri Engilbertsson, Stefán Jónsson og Hildur Vala Baldursdóttir.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Leikgerð: Halldór Laxness Halldórsson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur
Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson, Kristinn Gauti Einarsson, Gísli Galdur Þorgeirsson
Leikgervi: Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Aðstoðar leikstjóri: Anna María Tómasdóttir
Nemi: Brynhildur Karlsdóttir
—
Atómstöðin - endurlit var tilnefnd til 12 Grímuverðlauna 2020. Sem Sýning ársins, Leikrit ársins, Leikstjóri ársins, Leikkona ársins í aðalhlutverki, Leikari ársins í aðalhlutverki, Leikari ársins í aukahlutverki, Leikkona ársins í aukahlutverki, Leikmynd ársins, Búningar ársins, Lýsing ársins, Tónlist ársins og Hljóðmynd ársins.
Una Þorleifsdóttir hlaut verðlaun sem Leikstjór ársins 2020, Ebba Katrín Finnsdóttir hlaut verðlaun sem Leikkona ársins í aðalhlutverki 2020, Ólafur Ágúst Stefánsson hlaut verðlaun fyrir Lýsingu ársins 2020 og Atómstöðin - endurlit hlaut verðlaun sem Sýning ársins 2020.
—
Gagnrýni:
Brynhildur Björnsdóttir, Menningin RÚV: Fólkið þarf sinn Laxness
María Kristjánsdóttir, Viðsjá RÚV: Gamall og nýr Laxness
Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið: Afvegaleiðing samfélagsins
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Allt allt allt nema þetta eina eina eina
—