Eftir: Alistair McDowall
Frumsynt i Borgarleikhusinu i mars 2024.
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
_
Er einhver þarna úti?
Við endimörk sólkerfisins bíður hópur geimfara eftir afleysingu. Enginn kemur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir berast engin svör frá jörðu. Tíminn líður. Klukkan tifar á jarðartíma, þó sólarhringurinn á Plútó sé 153 tímar. Hvenær missir fólk tengsl við tímann þegar ekkert viðmið er lengur til að mæla daga, vikur, mánuði, ár? Tíminn verður afstæður og raunveruleikinn molnar í sundur þegar fimm einstaklingar eru lokaðir í rými sem engin leið er að komast út úr.
Dulmagnað og hrollvekjandi spennuleikrit eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Bretlands síðustu ára.
_
Þýðing: Jón Atli Jónasson
Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir
Lýsing: Fjölnir Gíslason
Tónlist og hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson
Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir
Sýningarstjórn: Christopher Astridge
Verkefnastjórn: Pála Kristjánsdóttir
Starfsnemi leikstjóra: Eyja Gunnlaugsdóttir
Starfsnemi leikmynda- og búningahönnuðar: Cecilie Filippa Rünitz
Aðstoð við leikstjórn ungleikara: Emelía Antonsdóttir Crivello
Leikarar: Bergur Þor Ingolfsson, Björn Stefansson, Solveig Arnardottir, Sveinn Olafur Gunnarsson, Þorunn Arna Kristjansdottir og Kria Valgerður Vignisdottir.
_
Gagnryni:
Eva Halldóra Guðmundsdóttir, RUV: Tekist á við áleitnar spurningar í vísindaskáldskap með hryllingsívafi
Sjöfn Asare, Lestrarklefinn: Tíminn teygir úr sér
Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 26 okt´ober 2023
Höfundur Bertold Brecht og Margarete Steffin.
Þyðing Bjarni Jonsson
Leikstjóri Una Þorleifsdóttir
—
Eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar í áhrifamikilli uppsetningu
Þetta magnþrungna leikrit Bertolts Brechts og Margarete Steffin um eyðingarmátt stríðsins, kapítalismann og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinganna talar nú til okkar af endurnýjuðum krafti.
Leikritið fjallar um ólíkindatólið Múttu Courage sem ferðast um í stríðshrjáðri Evrópu með söluvagn sinn. Hún hefur lifibrauð sitt af því að selja hernum varning og einsetur sér að komast af ásamt stálpuðum börnum sínum þremur. Mútta Courage er hörkutól, kjaftfor og fyndin, sölumaður af guðs náð, en sú spurning verður sífellt ágengari hver sé í rauninni að græða.
Í sýningunni hljómar ný tónlist eftir Valgeir Sigurðsson og Helga Hrafn Jónsson.
—
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Þýðing: Auður Ava Ólafsdóttir
Dramaturg: Hrafnhildur Hagalin
Sviðsmynd: Ilmur Stefansdottir
Búningar: Filippia Eliasdottir
Lýsing: Björn Bergsveinn Guðmundsson
Tónlist: Valgeir Sigurðsson og Helgi Hrafn Jonsson
Hljóðhönnun: Þoroddur Ingvarson og Valgeir Sigurðson
Myndband: Asta Jonina Arnardottir
Aðstoðarmaður leikstjora: VIktoria Sigurðardottir
Starfsnemi: Gigja Hilmarsdottir
Leikarar: Steinunn Olina Þorsteinsdottir, Hildur Vala Baldursdottir, Almar Blær Sigurjonsson, Oddur Juliusson, Atli Rafn Sigurðarson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðrun S. Gisladottir, Hilmar Guðjonsson, Sigurður Sigurjonsson, Vigdis Hrefna Palsdottir.
—
Gagnryni:
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Mutta Courage - Mamma hetja
Trausti Olafsson, RUV: Sterkur leikhopur skilar mikilvægum boðskap af sannfæringu
By Weronika Murek
Premiered in Teatr Stefana Żeromskiego in Kielce Poland, in January 2024.
Director: Una Thorleifsdóttir
_
A Few Stories from Iceland is not only a story about Poles and Icelanders. It is a story about performing and enacting national identities. What does it mean to be Polish? What does it mean to be Icelandic? And in general: what does it mean to be a person of a given nationality? Where does symbolism or fantasy end and where does it begin?
_
Scenography, costumes and light design: Mirek Kaczmarek
Music: Gísli Galdur Thorgeirsson
Intern: Tómas Arnar Thorláksson
Director’s assistant: Dagna Dywicka
Translation during rehearsals: Krzysztof Rogoza
Actors: Dagna Dywicka, Beata Pszeniczna, Zuzanna Wierzbińska, Wojciech Niemczyk, Andrzej Plata and Dawid Żłobiński
Stage Manager: Klaudia Sobura
_
The performance takes part in the 30. National Competition for Staging Polish Contemporary Plays.
—
Review:
Ludwika Gołaszewska-Siwiak, Nowa Siła Krytyczna: Co ma Islandczyk do Polaka?
Przemysław Gulda, "Wysokie obcasy" nr 4: Recenzja Pigułka islandzkości
_
„Kilka opowieści z Islandii”- premiera w Teatrze im. S. Żeromskiego w Kielcach
Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 17 mars 2023
Höfundur Elfriede Jelinek
Leikstjóri Una Þorleifsdóttir
—
“Ertu prins, eða heitirðu bara Prins?”
Þegar Þyrnirós vaknar af aldarlöngum svefni horfist hún í augu við mann sem hún hefur aldrei séð en veit að hún á að elska. Eða hvað? Hver er hún án prinsins? Þarf Mjallhvít að deyja til að verða “hamingjusöm upp frá því” með sínum prinsi - sem hún hefur heldur aldrei séð? Þarf aðeins einn koss til að skapa prinsessu? Er það Chanel dragtin sem gerir Jackie að prinsessu?
Með beittu háði og skörpu innsæi nálgast Nóbelskáldið Elfriede Jelinek goðsagnir og ævintýri um ólíkar prinsessur, tengsl þeirra við prinsa og eigin sjálfsmynd, fordóma og fegurð, dauða og frelsi. Þrír þættir sem tefla fram ólíkum prinsessum: Mjallhvíti, Þyrnirós og Jackie Kennedy.
Una Þorleifsdóttir leikstýrir þremur stórleikkonum, þeim Birgittu Birgisdóttur, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur, í gegnum skógarþykkni og rósagerði í leit að prinsessunni í okkur sjálfum.
—
Höfundur Elfriede Jelinek
Þýðing Bjarni Jónsson
Leikstjórn Una Þorleifsdóttir
Leikmynd, búningar, leikgervi og lýsing Mirek Kaczmarek
Tónlist og hljóðmynd Gísli Galdur Þorgeirsson
Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Jörundur Ragnarsson, Sólveig Arnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir
—
Jörundur Ragnarsson var tilnefndur til Grímunnar 2023 sem leikari í aukahlutverki og Mirek Kacznarek var tilnefndur til Grímunnar fyrir lýsingu og búninga, og hlaut Grímuna fyrir sviðsmynd arsins 2023.
—
Gagnrýni
Eva Halldóra Guðmundsdóttir, RUV: Leikkonur vinna þrekvirki í ögrandi, djörfu og kröfuhörðu verki
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Um Prinsessur
Jón Yngvi Jóhannsson, Tímarit Máls og Menningar: Þrjár Prinsessur
Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 25. mars 2022
Höfundur Caryl Churchill
Leikstjóri Una Þorleifsdóttir
—
Í verkinu Ást og upplýsingar, sem hlaut mikið lof þegar það var frumflutt í Royal Court leikhúsinu í London árið 2012, kryfur Caryl Churchill samtíma okkar af óvægni. Hún skoðar með skemmtilegum og frumlegum hætti hina djúpstæðu löngun okkar til að upplifa nánd og vera elskuð, í heimi sem oft og tíðum virðist einmitt koma í veg fyrir einingu. Brugðið er upp skörpum skyndimyndum af mannlífinu, í hjartnæmu, tragísku og fyndnu verki.
—
Höfundur: Caryl Churchill
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Þýðing: Auður Ava Ólafsdóttir
Sviðsmynd: Daniel Angermayr
Búningar: Eva Signý Berger
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlist: Markéta Iriglová og Sturla Mió Þórissond
Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson
Aðstoðarmaður leikstjóra: Oddur Júlíusson
Starfsnemi: Viktor Pétur Finnsson
Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ragnheiður K. Steindórsdóttir.
—
Ást og upplýsingar hlaut þrjár tilnefningar til Grímuverðlauna 2022; Una Þorleifsdóttir sem leikstjóri ársins, Almar Blær Sigurjónsson sem leikari í aðalhlutverki og Kristinn Gauti Einarsson fyrri hljóðmynd.
—
Gagnrýni:
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Frábær sýning!
Eva Halldóra Guðmundsdóttir, RÚV: Hárréttur hópur með hárrétt verk á hárréttum tíma
Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið: Öldur upplýsinga
Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðið: Leikskáld ársins
Frumsýnd í Borgarleikhúsinu 28. október 2022.
Höfundur: Matthías Tryggvi Haraldsson
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
Allir deyja – þar á meðal Sæunn. Sæunn sem nennir ekki að prjóna. Sæunn sem sér eftir því að skapa ekki fleiri minningar. Sæunn sem rígheldur í þær minningar sem þó fékkst tími til að skapa. Sæunn sem veit ekki hver fær að eiga persneska teppið sem þau hjónin keyptu '97. Sæunn sem spyr sig hvenær sonurinn kíkir við. Síðustu dagar Sæunnar er ljúfsárt leikrit um nánd og fjarlægð, dauðann, maukaðan heimilismat og leitina að sátt.
—
Höfundur: Matthías Tryggvi Haraldsson
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar: Elín Hansdóttir
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Pálmi Jónsson
Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Leikarar: Guðrún Gísladóttir, Snorri Engilbertsson, Jóhann Sigurðarson
—
—
Matthías Tryggvi Haraldsson vann Grímunnar fyri leikrit ársins 2023. Einnig voru Guðrún Gísladóttir og Jóhann Sigurðarson tilnefnd til Grímunnar 2023 sem leikarar í aðalhlutverki.
—
Gagnrýni:
Eva Halldóra Guðmundsdóttir, RÚV: Enginn getur dáið án þess að lifa.
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Síðustu dagar Sæunnar
Silja Aðalsteinsdóttir, Tímarit Máls og Menningar: Sæunn fær orðið.
Premiered in Teatr Żeromskiego in Kielce Poland, in October 2021
Invited to the 62 Kaliskie Spotkania Teatralne - Festiwal Sztuki Aktorskiej (Theatre Festival) in Kalisz, Poland, in May 2022.
Adaption by Neil Bartlett
Director: Una Þorleifsdóttir
—
In The Plague published in 1947 Camus wrote that the first thing the bubonic plague brought to people was exile. Over 70 years later, isolated in our homes during the COVID-19 pandemic, cut off from friends, relatives and the workplace, Camus’ novel reveals itself as extraordinarily pertinent to our times. The political scientist Ivan Krastev claimed that the pandemic has erased our “private life experience”, simultaneously creating a sense of heightened fragility and preventing us from constructing an idea of the future.
The Plague documents the development of an epidemic in Oran, French Algeria, in the 1940s – although the real subject of Camus’ novel situates itself somewhere unspecified, beyond any specific place or time. The book is a commentary on any infection that could afflict a society: a disease such as COVID-19, but also a dangerous ideology or a narrow-minded populism. In his reworking of Camus’ text, the British writer Neil Bartlett suggests that the viruses currently plaguing Europe come in many different shapes and forms.
—
Adaption: Neil Bartlett
Translator: Jacek Poniedziałek
Director: Una Þorleifsdóttir
Set, costume and lighting design: Mirek Kaczmarek
Music: Gisli Galdur Thorgeirsson
Assistant director: Brynhildur Karlsdóttir
Translation during rehearsals: Agnieszka Moskwa
Cast:
Rieux: Joanna Kasperek
Rambert: Bartłomiej Cabaj
Tarrou: Wojciech Niemczyk
Cottard: Andrzej Plata
Grand: Dawid Żłobiński
—
—
Review:
Krzysztof Krzak, Teatr dla Wszystkich: "Zaraza" czasu Zarazy
Kamil Pycia: Zaraza
By Jonas Hassen Khemiri
Premiered in Theatr im. Stefana Zeromskiego w Kielcach in Poland in March 2019.
Director Una Þorleifsdóttir
—
"≈[almost equal to]" is the first stage production in Poland of a work by Jonas Hassen Khemiri, the in winner of the Swedish August Prize for the best book of the year. Directed by the acclaimed Icelandic director, Una Thorleifsdottir, the story of seemingly unrelated characters becomes a story about how the contemporary form of capitalism appropriates our reality.
The protagonists: Martyna, Mani, Andrej and Freja are all in different situations in their own lives, which are determined by the economic system. Each of them chooses a different way to fight it.
"≈[almost equal to]" is funny and at the same time a somewhat brutal spectacle. The creators provide the audience with maximum entertainment worth every zloty invested! The performance uses elements of pop culture that have not yet been seen in the Polish theatre.
See if popcorn in the theatre tastes the same! Probably for the first time in the Polish theatre, during the performance, popcorn will be sold. The performance is accompanied by a small raffle intended for charity. Take part in the lottery and win dinner with the actor!
—
Translation: Halina Thylwe
Director: Una Thorleifsdottir
Set, costumes and lighting design: Mirek Kaczmarek
Choreography: Szymon Dobosik
Music: Gisli Galdur Thorgeirsson
Assistand director: Sigurlaug Sara Gunnarsdottir, Dagna Dywicka
Translator in rehearsals: Magdalena Dąbrowska
Cast:
LAURA LORENZO, PRACOWNICA SKLEPU MONOPOLOWEGO, ANDŻELIKA: Anna Antoniewicz
MARTYNA: Dagna Dywicka
MARTYNA 2: Ewelina Gronowska
FREJA: Joanna Kasperek
PRACOWNICA POŚREDNIAKA, COACH: Beata Pszeniczna
SILVANA, KLIENT 1: Beata Wojciechowska
ANDREJ: Bartłomiej Cabaj/Tomasz Włosok
CASPARUS VAN HOUTEN, ASYSTENT KSIĘDZA, KLIENT 3: Jacek Mąka
MANI: Wojciech Niemczyk
IVAN, MÓWCA ANTRAKTOWY: Andrzej Plata
PRACOWNIK POŚREDNIAKA, KSIĄDZ, KLIENT 2: Łukasz Pruchniewicz
PIOTREK, PODANIE O PRACĘ: Dawid Żłobiński
PRACODAWCY: Anna Antoniewicz, Ewelina Gronowska, Beata Pszeniczna, Beata Wojciechowska, Jacek Mąka, Andrzej Plata, Łukasz Pruchniewicz, Dawid Żłobiński
Stage manager: Klaudia Sobura
—
Review:
Echo Dnia: Czy więcej znaczy mniej, a mniej znaczy więcej?
Radio Kielce: Pieniądz rządzi światem
Teatr dla Wszystkich: Prawie równi w prawie idealnym świecie
Przekrój: Rekolekcje wielkopostne
Made in Świętokrzyskie: Szpony Mamony
Teatr: Najlepszy, najlepsza, najlepsi w sezonie 2018/2019
PrzeKroju: 20 na 10. Spektakle lat nastych
—
Making off and trailer
Eftir Halldór Laxness Halldórsson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur, byggt á skáldsögu Halldórs Laxness.
Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember 2019.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
Skáldsaga Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Atómstöðin var afar umdeild þegar hún kom út árið 1948, enda fjallaði hún um mikið hitamál í íslensku samfélagi, herstöðvarmálið, sem snerist um „sölu landsins" eða „þátttöku þjóðarinnar í vestrænu varnarsamstarfi", eftir því hvar fólk skipaði sér í fylkingar. Verkið er þó ekki síður ástarsaga Uglu, bóndadóttur að norðan sem kemur til Reykjavíkur til að læra á orgel, og Búa Árlands, þingmanns og heildsala.
Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor.
Halldór Laxness Halldórsson semur nýtt leikverk, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, þar sem þau nálgast skáldsögu Halldórs Laxness á ferskan og óvæntan hátt. Brugðið er nýju ljósi á umrót eftirstríðsáranna þar sem þjóð í litlu landi, mitt á milli Washington og Moskvu, stóð frammi fyrir stórum spurningum um framtíð sína. Í brennidepli í verkinu eru þjóðernisvitund og sjálfsmynd, tengsl litlu eyþjóðarinnar við umheiminn og hin eilífu átök auðstéttar og alþýðu.
—
Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Björn Thors, Birgitta Birgisdóttir, Arngrímur Ernst Backman, Snæfríður Ingvarsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Hallgrímur Ólafsson, Oddur Júlíusson, Snorri Engilbertsson, Stefán Jónsson og Hildur Vala Baldursdóttir.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Leikgerð: Halldór Laxness Halldórsson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur
Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson, Kristinn Gauti Einarsson, Gísli Galdur Þorgeirsson
Leikgervi: Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Aðstoðar leikstjóri: Anna María Tómasdóttir
Nemi: Brynhildur Karlsdóttir
—
Atómstöðin - endurlit var tilnefnd til 12 Grímuverðlauna 2020. Sem Sýning ársins, Leikrit ársins, Leikstjóri ársins, Leikkona ársins í aðalhlutverki, Leikari ársins í aðalhlutverki, Leikari ársins í aukahlutverki, Leikkona ársins í aukahlutverki, Leikmynd ársins, Búningar ársins, Lýsing ársins, Tónlist ársins og Hljóðmynd ársins.
Una Þorleifsdóttir hlaut verðlaun sem Leikstjór ársins 2020, Ebba Katrín Finnsdóttir hlaut verðlaun sem Leikkona ársins í aðalhlutverki 2020, Ólafur Ágúst Stefánsson hlaut verðlaun fyrir Lýsingu ársins 2020 og Atómstöðin - endurlit hlaut verðlaun sem Sýning ársins 2020.
—
Gagnrýni:
Brynhildur Björnsdóttir, Menningin RÚV: Fólkið þarf sinn Laxness
María Kristjánsdóttir, Viðsjá RÚV: Gamall og nýr Laxness
Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið: Afvegaleiðing samfélagsins
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Allt allt allt nema þetta eina eina eina
—
Höfundur: Halldór Laxness Halldórsson
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Frumsýnt í Borgarleikhúsinu í september 2021
—
„Það hjólar enginn svona vegalengd í norðanátt og skafrenningi nema hann sé geðbilaður.“
„Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, óhreinir diskar í vaskinum og allt í volli.“ Nútímakona úr Hlíðunum, arkitekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi – Fjórir Reykvíkingar eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn.
Þétting hryggðar er ferskt og meinfyndið verk eftir uppistandarann, rithöfundinn, víninnflytjandann og áhugaboxarann Halldór Laxness Halldórsson – Dóra DNA.
—
Höfundur: Halldór Laxness Halldórsson
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Sviðsmynd og búningar: Eva Signý Berger
Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórsson
Lýsing: Kjartan Þórsisson
Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir
Sviðshöfundur: Jóhann Kristófer Stefánsson
Leikarar: Jörundur Rangarsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
—
—
Vala Kristín Eiríksdóttir var tilnefnd til Grímuverðlauna 2022 sem leikkona í aðalhutverki fyrir leik sinn í Þéttingu hryggðar.
—
Gagnrýni:
Snæbjörn Brynjarsson: Vel skrifuð tragigkómedía sem dregst á langinn
Dagný Kristjánsdóttir: Hryggur farsi
Sigríður Jónsdóttir: Helvíti er annað fólk, já og Borgarlínan
Eftir Henrik Ibsen
Frumýnt í Þjóðleikhúsinu 22. september 2017
Í leikgerð Unu Þorleifsdóttur og Grétu Kristínar Ómarsdóttur.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar að það sem öll velmegunin grundvallast á felur í raun í sér dulda en stórhættulega meinsemd ákveður systir hans, Petra Stokkmann bæjarstjóri, að mæta honum af fullri hörku. Átök systkinanna skekja innviði samfélagsins og brátt logar allur bærinn í illdeilum.
Áleitið verk um grimmilega valdabaráttu, græðgi og þöggun, rödd samviskunnar, rétt náttúrunnar og samfélagslega ábyrgð. Á sannleikurinn alltaf rétt á sér?
Verið velkomin á "heilnæmasta áfangastað landsins"!
—
Leikstjóri Una Þorleifsdóttir
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson,Sólveig Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir,Snæfríður Ingvarsdóttir,Guðrún S. Gísladóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Sigurður Sigurjónsson, Baldur Trausti Hreinsson
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Aðstoðarleikstjór og dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir
—
Tilnefningar:
Kristinn Gauti Einarsson go Gísli Galdur Þorgeirsson voru tilnefndir fyrir hljóðmynd ársins 2018.
—
Gagnrýni:
Hlín Agnarsdóttir, Menningin á RÚV: Sýning sem klýfur áhorfendur í fylkingar
Karítas Hrund Pálsdóttir, Hugrás: Sannleikurinn má aldrei vera í þjónustu peninga
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Mun sannleikurinn gera yður fjáls
—
Eftir Lucas Hnath
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Frumsýnt í Borgarleikhúsinu í september 2018.
—
Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá 1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá eiginmanni sínum og börnum og hefja nýtt líf án þeirra. Þessi hápunktur verksins – þegar Nóra skellir aftur hurðinni á það líf sem hún hefur fram að því lifað – þeytti evrópsku leikhúsi og samfélagsumræðu inn í nútímann. Í Dúkkuheimili, 2. hluta, hefur þó nokkur tími liðið frá brottför Nóru. Núna er bankað á þessar sömu dyr - Nóra er snúin aftur. Hvers vegna? Hvaða áhrif mun það hafa á þau sem hún skildi eftir? Hverjar verða afleiðingarnar? Hvar hefur hún verið?
Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin eins og í Dúkkuheimili Ibsens sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu ekki alls fyrir löngu.
—
Höfundur: Lucas Hnath
Þýðing: Salka Guðmundsdóttir
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Una Sveinbjarnardóttir
Danshöfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir
—
Tilnefningar:
Unnur Ösp Stefánsdóttir var tilnefnd sem leikkona ársins 2019 fyrir leik sinn og Sveinbjörg Þórhallsdóttir var tilnefnd fyrir dans og sviðshreyfingar ársins 2019.
—
Gagnrýni:
Hlín Agnarsdóttir, Menningin á RÚV: Frumlegt og vitsmunalegt framhald
Silja Aðalsteinsdóttir: Dúkkuheimili annar hluti
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Nóra snýr aftur
--
Leikgerð: Símon Birgisson og Valur Grettisson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur.
Frumsýnt í Kassanum Þjóðleikhúsinu í janúar 2017.
Leikstjóri: Una Þoreifsdóttir
—
Er hægt að beita ofbeldi án þess að átta sig á því? Er hægt að vera dæmdur til refsingar án þess að vita hver refsingin er? Hver eru mörk hefndar og réttlætis? Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu.
"Ísland er ástarsamband; tveir spennuþrungnir flekar sem eru að gliðna í sundur. Í eilífum átökum, dansandi hægan en viðkvæman dans þar til spennustigið er ofhlaðið og úr verða sársaukafullir og óhjákvæmilegir skjálftar. Því þannig er ástin. Að lokum hristumst við í sundur, við verðum að tveimur eyjum. Þetta er alveg skýrt, er það ekki?"
Sölvi og Sara kynnast við ofbeldisfullar aðstæður og eiga í stuttu en ástríðufullu ástarsambandi. Nokkru síðar fær Sölvi bréf þar sem Sara sakar hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Sölvi þarf að játa á sig brot sem hann er þó ekki viss um að hafa framið. Af stað fer atburðarás þar sem engum sem hlut eiga að máli er hlíft, og lífi Sölva og Söru er umturnað.
Gott fólk er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar sem hlaut frábæra dóma þegar hún kom út á síðasta ári. Sagan varpar fram áleitnum spurningum: Er hægt að beita ofbeldi án þess að átta sig á því? Er hægt að vera dæmdur til refsingar án þess að vita hver refsingin er? Hver eru mörk hefndar og réttlætis?
—
Leikgerð: Símon Birgisson og Valur Grettisson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur.
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Aðstoðar leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Leikarar: Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Baltasar Breki Samper, Snorri Engilbertsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir
—
Tilnefningar:
Una Þorleifsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2017 fyrir Gott fólk. Einnig hlaut Stefán Hallur Stefánsson Grímuna sem leikari ársins í aðalhlutverki.
—
Gagnrýni:
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Gott fólk í vondum málum
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Leikgerð eftir Melkorku Teklu Ólafsdóttur
Frumsýnt í Kassanum Þjóðleikhúsinu í mars 2017.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
Í þessari óvenjulegu og heillandi sviðsetningu öðlast hin ástsæla skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur nýtt líf. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju.
Tímaþjófurinn er einstakt verk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.
—
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Edda Arnljótsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir
Leikgerð: Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Tónlist: Kristinn Gauti Einarsson
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson
Leikmynd: Eva Signý Berger
Búningar: Eva Signý Berger
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Danshöfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir
—
Tilnefningar:
Tímaþjófurinm hlaut fimm tilnefningar til Grímunnar, eða sem leikrit ársins, fyrir leikstjórn, dans- og sviðshreyfingar búninga og hljóðmynd.
—
Gagnrýni:
Guðrún Baldvinsdóttir, Viðsjá RÚV: Vígvöllur ástarinnar áþreifanlegur
Sigríður Jónsdóttir, Vísir: Brotsjór ástarinnar
Silja B. Huldufóttir, Morgunblaðið: Í ölduróti tilfinninga
Höfundur: Rodrigo Garcia
ST/una í samstarfið við Þjóðleikhúsið
Frumsýnt 15. október 2016 í Kúlunni Þjóðleikhúsinu.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
,,Eina sem ég get gert er að velja: kveljast, eða hætta þessu og taka í hendina á einhverjum gaur í Mikka Mús búning í Disneylandi og trúa honum og treysta fyrir sorgum mínum og sigrum meðan hann svitnar í múnderingunni.
Maður á barmi sálræns hengiflugs vegna fjölskylduaðstæðna, efnahags- og tilvistalegrar krísu, ræðst á tilgangsleysi lífsins. Líf sem einkennist af efnishyggju samtímans. Hann skipuleggur æðisgenginn flótta frá skilyrtu samfélagi ásamt tveimur ungum sonum sínum. Hann ætlar að taka út ævisparnaðinn. Hann ætlar að brjótast inná Pradó listasafnið í Madríd og eyða einni nótt með listaverkum Goya. Synir hans vilja frekar fara í Disneyland, París.
Verkið dregur upp sterka mynd af manni sem öskrar á óréttlæti kerfisins. Örvæntingarfullt öskur runnið undan áhrifum efnhagskreppunnar og er verkið grimm gagnrýni á andvaraleysi nútímans. Einhversstaðar hlýtur að leynast boðskapur, siðferðislega sómasamlegur boðskapur, vel falinn, djúpt í hringiðu reiði sem vill brjótast út og segja okkur sögu. Sögu af aftengdum, miðaldra einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem er andlega og efnislega gjaldfallið.
—
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Leikari: Stefán Hallur Stefánsson
Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson
Þýðing: Stefán Hallur Stefánsson/Una Þorleifsdóttir
Framleiðendur: STuna/Brekidreki slf.
Meðframleiðendur: Þjóðleikhúsið/Act Alone
—
Tilnefningar:
Stefán Hallur Stefánsson var tilnefndur sem leikari ársins 2017 fyrir hlutverk sitt.
—
eftir Jonas Hassen Khemiri
Frumsýnt í Kassanum, Þjóðleikhúsinu í desember 2015.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
Hvað færðu há laun fyrir vinnu þína? Í þágu hvers ertu að vinna? Í þessu nýja verki kynnumst við fjölskrúðugum hópi fólks þar sem hver og einn glímir við markaðslögmálin með sínum hætti.
Margrét lætur sig dreyma um að sleppa út úr hagkerfinu, Máni vill rústa því. Andrej vill fá vinnu, Freyja vill hefnd. Þau fjárfesta í frímerkjum og furuhnetum, draumórum og ilmvötnum, barnavögnum og hugsjónum.
Hvernig hefur hagkerfið sem við lifum í áhrif á okkur, á það hvernig við horfum á hlutina, hvernig við notum tungumálið, hvernig við beitum líkama okkar?
≈ [um það bil] er í senn bráðfyndið og ágengt verk þar sem er leitast við að veita áhorfendum sem fjárfest hafa í leikhúsupplifun kvöldsins hæsta mögulega skemmtunarvirði á hvern keyptan miða. Hvað þarf raunverulega til, til þess að leikrit sé miðaverðsins virði?
Nístandi gamanleikur um markaðslögmálin sem sumir segja að stjórni öllu.
—
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Dramatúrg: Símon Birgisson
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Dans og sviðshreyfingar: Birna Björnsdóttir og Selma Björnsdóttir
Aðstoðar leikstjóri: Sigurður Þór Óskarsson
Leikarar: Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Oddur Júlíusson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson
—
Tilnefningar:
≈ [UM ÞAÐ BIL] var tilnefnt til Grímuverðlauna sem sýning ársins árið 2016. Una Þorleifsdóttir var einnig tilnefnd sem leikstjóri ársins fyrir sýninguna. Stefán Hallur Stefánsson og Þröstur Leó Gunnarson voru tilnefndir fyrir hlutverk sín sem leikarar í aðalhlutverki og Oddur Júlíusson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem leikari og leikkona í aukahlutverki. Einnig voru Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson tilnefndir fyrir hljómynd og Birna Björnsdóttir og Selma Björnsdóttir fyrir dans og sviðshreyfingar ársins.
Einnig var leikhópur sýningarinnar tilnefndur til Menningarverðlauna DV 2016.
—
María Kristjánsdóttir, Viðsjá RÚV: Um það bil - í Kassa Þjóðleikhússins
Jakob S. Jónsson, Kvennablaðið: Skemmtunarvirði upplifunarinnar er algerlega í plús
Kristjón Guðjónsson, DV: Kýrgildi, fjárgildi, manngildi
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Næstum því eins en þó ekki alveg
Eftir Hallgrím Helgason
Leikgerð eftir Hallgrím Helgason, Símon Birgisson og Unu Þorleifsdóttur
Frumsýnt í Kassanum Þjóðleikhúsinu í september 2014
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
—
Ótrúleg ævi einstakrar konu sem upplifði umrót og hörmungar tuttugustu aldarinnar víða um lönd og endaði ævina í íslenskum bílskúr
"Ég var svo ljónheppin að fá að vera barn á tímum fasismans og gamalmenni á tímum græðginnar."
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar Konan við 1000° vakti á sínum tíma mikla athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún hefur nú verið þýdd á níu tungumál og hvarvetna hlotið góða dóma og viðtökur. Hún hefur meðal annars hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar í Frakklandi og á Spáni.
Herbjörg María Björnsson átti viðburðaríka daga. Frá bernsku í Breiðafirði til stríðsloka í Berlín, frá kvöldverði á Bessastöðum til barnsmissis í Buenos Aires... og varð á endanum útlagi í eigin landi, í bílskúr í austurbæ Reykjavíkur.
Sagan byggir að hluta til á sönnum atburðum en rétt eins og skáldsagan tilheyrir leikgerðin skáldskapnum fyrst og fremst.
—
Leikgerð eftir Hallgrím Helgason, Símon Birgisson og Unu Þorleifsdóttur
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Sviðsmynd: Eva Signy Berger.
Búningar: Agnieszka Baranowska
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson
Tónlist: Tryggvi M. Baldvinsson
Hljóðmynd: Einar Sv. Tryggvason, Kristinn Gauti Einarsson, Tryggvi M. Baldvinsson
Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson
—
Tilnefningar:
Konan við 1000° hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2015. Einnig var Guðrún Snæfrður Gísladóttir tilnefnd sem leikkona í aðalhlutverki og Elma Stefanía Ágústsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Jafnframt var Eva Signý Berger tilnefnd fyrir leikmynd ársins og Magnús Arnar Sigurðarson fyrir lýsingu ársins.
-
Gagnrýni:
Helga Völundardóttir, Kvennablaðið: Konan við 1000 gráður - leikdómur
Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Herra Björnsson í leikriti
Sigríður Ásta Árnadóttir, Hugrás: Rýni
--